Hjólaðu með Team Rynkeby

Hvernig sækir þú um í Team Rynkeby
Hvernig sækir þú um í Team Rynkeby

Hvers vegna að vera þátttakandi

  • Fyrir börn sem þjást af alvarlegum sjúkdómum

    Við hjólum til þess að styrkja Umhyggju – félag langveikra barna.

  • Til heilsu eflingar og vellíðan

    Sterkt samfélag þátttakenda þar sem æfingar, gleði og umhyggja fyrir öðrum eru lykil þættir.

  • Til að upplifa náttúruna

    Mikilfenglegt klifur og stórbrotin nátturu upplifun bíður þátttakendum á leið þeirra til Parisar.

Taktu þátt sem hjólari eða hluti af þjónustuliðinu

Hjólari

Hægt er að sækja um sem hjólari í Team Rynkeby þó þú hafir litla sem enga reynslu af hjólreiðum. Hópurinn æfir saman og nýir hjólarar fá ítarlegar leiðbeiningar að sama skapi nýtum við vana hjólarar til þess að leiða hópinn og miðla reynslu sinni til þeirra reynslu minni. Við keppum ekki heldur fögnum því að það er pláss fyrir alla. Við leggjum höfuð áherslu á öryggi.

 

Verð til að taka þátt 23/24: 23.550 DKK

Service

Sérhvert lið þarf þjónustulið. Sem meðlimur í þjónustuliðinu skiptir þú gríðarlegu máli og ert mikilvægur þáttur í því að koma liðinu þínu á öruggan hátt til Parísar á hverju ári. Það eru mörg verkefni sem dæmi má nefna að keyra fremsta bíl, sjá um matarhlé, keyra farangur á milli hótela o.s.frv..

 

Verð til að taka þátt 23/24: 4.100 DKK

Tour de Paris 2022

Sjáðu myndband af ferðinni okkar til Parísar 2022

Vertu hluti af samfélaginu

Vertu hluti af Team Rynkeby

Þú getur valið um að taka þátt í Team Rynkeby sem annaðhvort reiðhjólamaður eða þjónustuliði.

Það er takmarkað pláss

Sæktu um til þess að taka þátt

Team Rynkeby liðið

Styddu við söfnun Team Rynkeby liðsins og hjálpaðu til við að hvetja þau áfram þegar liðsmenn setjast á hnakkinn.

Team Rynkeby liðið
Allir þátttakendur bera ábyrgð

Það eru mörg ólík hlutverk í liðinu

Í hverju liði er fjöldi hlutverka sem þú getur tekið að þér að sinna. Hér að neðan nefnum við nokkur

Þjálfunarhópur

Viðgerðahópur

Ýmsir stjórnendur

Fjármálastjóri

Söfnunarstjóri

Viðburðastjóri

Algengar spurningar

Ferðin til Parísar er 8 – 15. júlí, 2023

Ferðin til Parísar er 29 júní – 6. júlí, 2024

Árið 2023/2024, kostaði 23.550 DKK að taka þátt í Team Rynkeby verkefninu sem reiðhjólamaður. Innifalið í verðinu er vandað reiðhjól, fatnaður, gisting og fullt fæði. Til viðbótar bætist svo kostnaður við flug til Danmerkur og heim frá Frakklandi. Annar kostnaður getur verið (um 2.000- 5.000 DKK) annar hjólafatnaður, hjólaskór, hjólagleraugu, þjálfun og fleira. Þjónustuliðar greiða um 4.100 DKK í þátttökugjald + flug.

Allir Team Rynkeby þátttakendur eru skyldugir til þess að gera það sem þeir geta til þess að hjálpa til við að safna styrkjum. Sumir þátttakendur hafa tengsl við fyrirtæki sem vilja styrkja málefnið – aðrir munu eiga erfiðara með að finna styrktaraðila. Það er engin fyrirfram ákveðin upphæð sem hver og einn á að safna. Við vinnum út frá því að allir leggja sitt að mörkum.