Á hverju ári sækja þúsundir manna um að ganga í Team Rynkeby – svo það er mikil samkeppni um pláss. Hins vegar geturðu aukið möguleika þína á að komast í liðið ef þú tekur mið af valforsendunum 10 við gerð  umsóknarinnar sem liðsstjórinn og stýrihópurinn á hverjum stað nota til að velja í liðið.

  • Þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til að taka virkan þátt í að safna fé til styrktar Umhyggju – félag langveikra barna.
  • Þátttakendur þurfa að búa í nágrenni liðsins sem þeir hjóla með.
  • Þátttakendur þurfa að taka frá tíma til að æfa með liðinu u.þ.b. tvisvar í viku allt vorið (hjóla að lágmarki 2.500 km fyrir ferðina til Parísar).
  • Liðin þurfa að hafa jafna dreifingu milli karla og kvenna (að því marki sem mögulegt er).
  • Liðin eiga helst að samanstanda bæði af nýliðum og reyndum hjólreiðamönnum.
  • Skipta þarf árlega um a.m.k. helming þátttakenda í hverju liði (þetta er gert vegna þess að við viljum tryggja samfellu í verkefninu).
  • Þátttakendurnir ættu að vera á öllum aldri (þó að lágmarki 18 ára).
  • Þátttakendur ættu að hafa ólíka menntun og starfsreynslu (það verður þó að vera a.m.k. einn læknir og einn viðgerðarmaður í hverju liði).
  • Áhersla er lögð á þátttakendur geti útvegað styrktaraðila.
  • Hvert lið getur tekið frá eitt eða fleiri pláss fyrir þekkta einstaklinga sem geta aðstoðað við að vekja athygli á verkefninu. Þessum plássum er oft deilt út seinna en öðrum.