Rynkeby Foods, Knud Vilstrup, greindist með langvinna lungnateppu (lunga reykingamanns). Hann vildi gera eitthvað til þess að tryggja að hann myndi lifa heilbrigðara lífi - að hætta að reykja var algjörlega út úr myndinni!

Hann hafði óljósa hugmynd um einhverja líkamlega þjálfun en hann vildi einnig öðlast áhugaverða upplifun.

Hann vakti máls á þessu í jólaboði Rynkeby síðar sama ár. Knud Vilstrup spurði tæknistjóra Rynkeby á þeim tíma, Torben Møller-Larsen, hvort hann teldi áhugavert að hjóla til Parísar til að sjá loka kafla Tour de France við Champs-Élysées - og hvort hann myndi styrkja þá sem færu með safa. Torben Møller-Larsen samþykkti það með því skilyrði að hann fengi að koma með í ferðina.

Knud Vilstrup hringdi síðan nokkrum sinnum í Torben Møller-Larsen til að ganga úr skugga um að honum fyndist ferðin enn geta orðið að veruleika. Eftir nokkrar tilraunir fékk Vilstrup sínu framgengt.  Hann fékk nóg af safa fyrir ferðina, 10.000 DKK til að hefja verkefnið með því  skilyrði að það ættu að vera að minnsta kosti 10 hjólreiðamenn í ferðinni. Liðið var stofnað vorið 2002 og hét "Team Rynke": Það voru 11 hjólreiðamenn og einn sjálfboðaliði í smárútu. Þeir voru allir tilbúnir að ferðast rúmlega 1.200 kílómetra frá Ringe í Danmörku til Parísar síðar sama ár.

Óljós hugmynd Knud Vilstrup var orðin að veruleika.

Team Rynkeby var ekki stofnað sem góðgerðarverkefni. Hins vegar, þegar hjólreiðamennirnir komu heim úr fyrstu ferð sinni árið 2002, höfðu þeir hagnast um 7.800 kr. og þeir ákváðu að gefa þessa peninga til krabbameinsdeildar barnanna á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Eftir vel heppnaða og mjög krefjandi ferð til Parísar fékk Knud Vilstrup, forstjóra Rynkeby Foods A/S, Jørgen Dirksen, til að leggja fé í verkefnið á ný. Þetta var upphafið að góðgerðarverkefninu sem er til staðar í dag þar sem þátttakendum og styrktaraðilum fjölgar jafnt og þétt ár frá ári – og það gera einnig framlög til samtakanna sem Team Rynkeby styður.